Leiðinlegasta


Og þá er seinasti DIrector's Showings-dagurinn runninn upp! Fyrir utan einn á mánudaginn sem er svona ef það þarf að flikka eitthvað smá upp á til að sýningarnar komist inn á prófið. En mikið er ég guðslifandi feginn því þetta þýðir að önnin er að klárast og frí handan við hornið! Jei!

Held það séu 12 sýningar í dag og ég er í 3 af þeim. Sem betur fer er bakið að skána því ég er búin að vera að passa mig að hlífa því mikið. Þetta var líklegast eitthvað svona brjóskloselement og víst best að hvíla sig þá og sitja sem minnst. Þetta með að sitja sem minnst er soldið erfitt þegar maður er í skólanum 24/7

Svo er hálsinn búinn að vera að þróa einhverja bólgu seinustu 2 daga en ég get ekki sagt að ég sé eitthvað veik, bara pínu illt í hálsinum.

Þannig maður heldur ótrauður áfram!

Ekki margt merkilegt búið að gerast upp á síðkastið held ég...uuuu....hux.....nei! Bara skóli og æfingar skóli og æfingar skóli og æfingar....!

Sem gerir þetta að leiðinlegasta bloggi ársins!

Verði ykkur að góðu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband