Annarlok


Jæja þá er stærsta áfanga þessarar annar lokið! Prófdagurinn var í gær og gekk vonum framar. Prófdagurinn fer þannig fram að þær sýningar leikstjórnarnema sem komust inn á prófið eru sýndar allar í röð með einu hléi og á allt að ganga það smurt fyrir sig að áhorfendur eiga að geta labbað úr einu herbergi í annað og séð sýningu án þess að þurfa að stoppa mikið. Í gær voru níu sýningar í fjórum herbergjum og er því hluti af prófinu að við erum að ferðast með flött og fleira til leikmyndagerðar og props og tilheyrandi á milli herbergja og hæða án þess að áhorfendur taki eftir því. Þetta gekk mjög vel í gær og þurftu áhorfendur ekki að bíða mikið og oftast var litla biðin vegna þess að leikarar voru að hlaupa á milli sýninga og gera sig reddí sýningu eftir sýningu.

En eins og ég sagði þá gekk þetta smurt fyrir sig. Ég var að leika í þrem verkum og að setja upp eina leikmynd og smá að fara með hluti á milli hæða og gekk bara vel :o) Sýningarnar þrjár voru góðar þó að bæði Gilitrutt og Affirmation hafi verið betri. Hins vegar held ég að Battle of Bull Run hafi aldrei verið betri.

Núna er svo bara ein vika eftir af þessari önn! Í henni verður eitthvað verið að meta okkur í hinum og þessum tímum en ég hef engar áhyggjur af því þar sem þessi önn hefur gengið vel.

Og svo er það bara Vín! Oj hvað ég er farin að hlakka til! Alltaf gaman að heimsækja nýja staði og ekki verra ef að sá staður inniheldur fullt af skemmtilegu fólki ;o)

Í dag held ég svo upp á það að eiga frí með því að þrífa herbergið mitt og þvo smá þvott og skipuleggja aðeins og sortera.

Held að lífið gerist ekki einfaldara :o)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

váá hvað er langt síðan ég leit hérna inn. ég einhvern veginn hélt bara að allir væru hættir að blogga....er ég ekki nafli alheimsins? whaaa??

en sæta mín...vildi eiginlega óska að þú værir ekki að fara til vín því þá væri ég að fara hitta þig eftir akkurat viku. en ó vell...ég er hérna með þrjár hænur í magnum sem hlaupa um og garga...æl...það voru 5 vikur í þetta og ég bara tjillaði og svo bara nei nú er vika...samt liðu bara tveir dagar... væli skæl...en þetta verður frábært mhm

ég vona samt að þú skemmtir þér vel í vín og við sjáumst eftir tvær vikur þegar ég kem heim frá skotlandi..eða þú veist ekki heim heldur heim til þín hmmz...og þar sem rassinn hvílir þar er heilmili...

jæja my own blog on your blog.

ég elska þig mest mest mest í hemi...hlakka til að sjá þig af því mér finnst þú vera frábær. 

Fanney Vala (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband