12.4.2009 | 19:48
Páskar
Já þá eru bara komnir páskar!
Ég vaknaði um 11-leytið og þá var Unnar byrjaður að kokka dýrindis kjúklinga - annan appelsínukjúkling og hinn kryddkjúkling - báðir smökkuð afbragðsvel!
Í mat voru íbúar Framabrautar mínus Axel plús Sessý, Haraldur og frænka hans og svo hún Vala mín. Haraldur og frænka, sem kallaðist Kami ef ég skildi rétt, komu svo með jarðaber og súkkulaði meðferðis sem eftirrétt. Það bragðaðist líka afbragðsvel!
Svo er maður bara búin að liggja í súkkulaðimóki í dag, ýmist liggjandi hálfrænulaus eða hoppandi og dansandi um öll gólf - enginn millivegur!
Var komin í alvarlega nammiþörf en hef nú útrýmt henni allvel.
Gleðilega páska!!!!
(í hvert skipti sem ég hef skrifað gleðilega í dag hef ég alltaf fyrst skrifað gleiðilega og þurft að stroka út og byrja aftur. Hvað er það?)
Athugasemdir
mmm... nammi nammi namm!! Hljómar eins og þú hafir átt yndislega páska mín kæra :)
PS: ég vissi ekki að þú værir svona laumuperri innst inni!! Þetta kemur mér mikið á óvart, sérstakelga þar sem ég hélt að þú værir siðprúð og góð stúlka :P
Sólbjörg Björnsdóttir, 20.4.2009 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.