Færsluflokkur: Bloggar

Annarlok


Jæja þá er stærsta áfanga þessarar annar lokið! Prófdagurinn var í gær og gekk vonum framar. Prófdagurinn fer þannig fram að þær sýningar leikstjórnarnema sem komust inn á prófið eru sýndar allar í röð með einu hléi og á allt að ganga það smurt fyrir sig að áhorfendur eiga að geta labbað úr einu herbergi í annað og séð sýningu án þess að þurfa að stoppa mikið. Í gær voru níu sýningar í fjórum herbergjum og er því hluti af prófinu að við erum að ferðast með flött og fleira til leikmyndagerðar og props og tilheyrandi á milli herbergja og hæða án þess að áhorfendur taki eftir því. Þetta gekk mjög vel í gær og þurftu áhorfendur ekki að bíða mikið og oftast var litla biðin vegna þess að leikarar voru að hlaupa á milli sýninga og gera sig reddí sýningu eftir sýningu.

En eins og ég sagði þá gekk þetta smurt fyrir sig. Ég var að leika í þrem verkum og að setja upp eina leikmynd og smá að fara með hluti á milli hæða og gekk bara vel :o) Sýningarnar þrjár voru góðar þó að bæði Gilitrutt og Affirmation hafi verið betri. Hins vegar held ég að Battle of Bull Run hafi aldrei verið betri.

Núna er svo bara ein vika eftir af þessari önn! Í henni verður eitthvað verið að meta okkur í hinum og þessum tímum en ég hef engar áhyggjur af því þar sem þessi önn hefur gengið vel.

Og svo er það bara Vín! Oj hvað ég er farin að hlakka til! Alltaf gaman að heimsækja nýja staði og ekki verra ef að sá staður inniheldur fullt af skemmtilegu fólki ;o)

Í dag held ég svo upp á það að eiga frí með því að þrífa herbergið mitt og þvo smá þvott og skipuleggja aðeins og sortera.

Held að lífið gerist ekki einfaldara :o)


Swishing


Ég er með Swish á heilanum þessa dagana. Langar svo agalega í ný föt en á ekki krónu né penní né sent! Hef verið að skoða swishing-síður en finnst það allt líta út eins og maður þurfi að mæta með design-föt, sem ég á ekki til. Ég á samt fullt af flottu vintage. Hef reyndar fundið nokkur Swishing-partý sem er ekki ætlast til að maður komi með design en þau eru öll fyrir utan London. Kannski maður haldi bara sjálfur svona partý og bjóði stelpunum í skólanum og svo kannski Brufordurum bara svona til að fá eitthvað nýtt og svo bara til að belonga :o)

Annars er mér búið að leiðast mikið í dag. Er með það allsvakalegasta kvef sem ég hef fengið síðan ég var krakki. Stíflurnar grafnar djúpt í öllum holum andlitsins og hóstin rymur djúpt í myrkviðum brjóstkassans! Frekar nasty og ég er að troða saltvatnsupplausn í nefið og GSE með tei í líkamann og svo pektolín í og með. Er eitthvað að virka, bara ekki eins vel og ég hefði viljað!

Er búið að langa svo í föt í dag að ég saumaði mér eitt pils og fiffaði til 3 buxur sem ég var alltaf á leiðinni að breyta. Er því nokkuð sátt með dagsverkið :o)

Stalst síðan inn á Schuh-síðuna, en það er uppáhaldsskóbúðin mín, og lét mig dreyma! fann alveg nokkur stykki sem mig langar í NÚNA!

Kíkti því líka inn á H&M, Topshop og All Saints og skoðaði hvað á að vera inn í sumar. Held ég þurfi ekki að eyða fúlgum fjár til að geta fiffað fataskápinn til fyrir það :o)

Og bara 2 vikur í Vínarferð!!!!! Skúbbidí!!!!

Verið sæl!


Leiðinlegasta


Og þá er seinasti DIrector's Showings-dagurinn runninn upp! Fyrir utan einn á mánudaginn sem er svona ef það þarf að flikka eitthvað smá upp á til að sýningarnar komist inn á prófið. En mikið er ég guðslifandi feginn því þetta þýðir að önnin er að klárast og frí handan við hornið! Jei!

Held það séu 12 sýningar í dag og ég er í 3 af þeim. Sem betur fer er bakið að skána því ég er búin að vera að passa mig að hlífa því mikið. Þetta var líklegast eitthvað svona brjóskloselement og víst best að hvíla sig þá og sitja sem minnst. Þetta með að sitja sem minnst er soldið erfitt þegar maður er í skólanum 24/7

Svo er hálsinn búinn að vera að þróa einhverja bólgu seinustu 2 daga en ég get ekki sagt að ég sé eitthvað veik, bara pínu illt í hálsinum.

Þannig maður heldur ótrauður áfram!

Ekki margt merkilegt búið að gerast upp á síðkastið held ég...uuuu....hux.....nei! Bara skóli og æfingar skóli og æfingar skóli og æfingar....!

Sem gerir þetta að leiðinlegasta bloggi ársins!

Verði ykkur að góðu!


Stríðshestur

Þá eru bara þrjár vikur eftir af þessari önn og svo tveggja vikna frí!Mér er búið að leiðast alveg svakalega núna seinustu daga. Samt alveg nóg að gera og gaman að því og svona, en einhverra hluta vegna er ég að drepast úr leiðindum.Er reyndar eiginlega búin að finna það út að það sé því mig vanti vinkonur mínar. Vantar að fá svona stelputal og -stuð og eitthvað í þá áttina. Miss you guys!Ég næ þó að hitta Erlu Dóru í Vín :oD Og svo eruð þið alltaf guði velkomnar til mín þó ég mæli með að ráðfæra sig við mig hvenær er best að koma og allsekki koma í marsbyrjun/lok febrúar eða lok maí/byrjun júní eða lok ágúst/byrjun september.Anywho...Erna og Freyr voru hérna um helgina en ég náði ekkert að hitta þau. Ég var alltaf í skólanum þegar þau höfðu fría dagskrá og svo voru þau bissí á kveldin. En svona getur þetta verið.Svo er ég að reyna að ákveða hvort ég eigi að taka leikstjórnina líka. Hún tekur nefnilega rosalegan tíma frá leiknum og það er svo mikið að gera í skólanum að maður er ekki að ná að sinna öllu eins vel og maður getur og gera þar með það besta sem maður getur. Maður er bara að gera það besta sem maður getur miðað við tíma sem maður hefur, sem er bara frekar takmarkað.Fór í leikhús með skólanumá föstudaginn á War Horse. Það var alveg þokkalegt stykki. Ekki fullkomið, enda held ég að ég hafi aldrei séð fullkomna sýningu, en alveg nokkuð góð. Er um hest eins og nafnið gefur kannski til kynna og hestarnir voru brúður í hestastærð (og þá er ég að meina svona útlenskri hestastærð) og leikararnir skelltu sér á bak á þeim. Það voru tveir leikarar sem héldu búknum uppi og einn í viðbót sem stjóranði hausnum. Og hreyfingarnar voru mjög raunverulegar.

 

warhorse 

Hérna á þessari mynd eru samt fleiri að stjórna þeim en það gerðist 2x í sýningunni.

 Annað skemmtilegt við þessa leikhúsferð var að Stephen Harper sem var að kenna mér á námskeiði í Bandalagsskólanum var að leika í henni og núna er hann að þjálfa að vera afturendinn á svarta hestinum áður en sýningin fer á West End í mars. Hann bauð svo okkur Baldvini að kíkja til hans á bakvið eftir sýninguna þar sem þau eru með bar í græna herberginu og þar var sullað aðeins. Mjög næs og skemmtilegt kveld.

Annað skemmtilegt held ég að hafi ekki gerst þessa vikuna.

 Ætla að fara að læra texta....Hasta la vista! 


Skór


Flehh...

Þá er maður í miðannarfríi...það er alveg ágætt. Berglind besta vinkona Baldvins er hérna þannig maður er búin að vera á fullu að túristast en svo í gær varð ég eiginlega bara slöpp og er það enn, enda ermaður eiginlega búin að ofkeyra sig í 6 vikur þannig ekkert skrítið að smá slen kikki inn þegar maður loks slappar af.

En maður kíkti í Camden í gær og fékk sér skó í uppáhaldsskóbúðinni sinni, Berty og Gerty. Keypti einmitt vintage-stígvélin mín þar fyrir ca. 3 árum og ég elska þau! Er búin að láta umsóla þau einu sinni og er alveg búin að ganga þá sóla til helvítis og núna því miður líka leðrið sjálft í kringum sólann! En fann þessa fínu skó þarna í gær og sá líka ein stígvél sem mig langar eiginlega smá í. Sá líka kápu þar sem mig dauðlangar í, enda vantar mig góða kápu þar sem mín er eiginlega bara að gefa upp öndina...ekki bara orðin hnappalaus í annað sinn heldur er hún líka öll að af-faldast og skemmtilegheit!

Held ég þurfi eitthvað að fara að láta athuga göngulagið hjá mér því ég er alger skóböðull. Skórnir sem ég keypti í október eru alveg að deyja og líka tvenn pör sem ég fékk hjá mömmu bara um jólin! Bölvað helvíti!

Svo langar mig að komast á fataskiptimarkað! Er orðin soldið leið á þeim fötum sem ég á en hef ekki efni á nýjum fataskáp!

Svo langar mig reyndar ekkert að láta frá mér meirihlutann af fötunum sem ég á þó ég gangi ekki í þeim því margt af þessu er alveg æðislegt...bara ekki alveg inn núna ;o)

Er búin að fara soldið í búðir í gær og í dag og veit alveg hvað mig vantar en það er bara sjúklega erfitt að finna akkúrat það sem manni vantar....maður labbar búð úr búð og finnur það svona næstum því. Er að pæla í að fara kannski bara að versla á netinu. Finna bara akkúrat það sem ég leita að og panta það og fá það sent heim :o) Miklu einfaldara en að vera að labba í 20 búðir þangað til maður finnur akkúrat það sem manni vantar. Maður verður líka að vera pikkí hvað manni vantar svona sem fátækur listnemi ;o)

En núna er Baldvin kominn og pítsan á leiðinni

Hasta luego!


Blogg


Jæja þá hefur maður loksins tíma til að blogga. Get hinsvegar ekki sett inn myndir af herberginu því Baldvin er með myndavélina í Epping Forrest.

Í dag erum við búin að vera saman í 3 mánuði og gengur vel. Voðalega gott :o)

Svo var partý hérna á Framabraut í gær en við buðum nokkrum íslenskum Brufordurum og mexíkanska kjúklingasúpu og Royal karmellubúðing og var mikið stuð og mikið gaman. Flestir fóru svo í Angel að djamma en við Fanney skelltum Notebook í tækið og horfðum á enda búið að hneykslast mikið á okkur og efast um kyn okkar þar sem við höfum ekki séð hana. Við grétum.

Já Fanney systir var hérna um helgina og áttum við góða systra helgi með tilheyrandi vökum og spjalli og dvd-glápi og dvd-kaupum! Ég keypti heilan haug af dvd myndum! My Fair Lady, Mary Poppins og Breakfast at Tiffany's og svo 28 days- og 28 weeks later, House-seríu, Across the Universe, Black Snake Moan og The Holiday. Fanney keypti sér álíka haug. Núna er líka hægt að fá 4 á 20 pund en ekki bara 3 og fullt af góðum titlum í gangi í því tilboði :o)

Í skólanum gengur líka mjög vel og allt að gerast. Næ nýjum markmiðum á hverjum degi. Nú er bara að halda sér í gírnum og halda áfram að vinna vel. Er t.d. orðin nokkuð fær á einhjólinu, er orðin löglegur 4 bolta djögglari, get farið nokkurn vegin limp og fékk góða umsögn í seinasta impro tíma. Og söngur að ganga mega vel :o)

Svo keyptum við Baldvin okkur miða á I Capuletti e i Montecchi í Royal Opera House daginn fyrir páska og engin önnur en Anna Netrebko að fara að syngja. Ég elska Oh! Quante volte! Hlakka til að sjá þessu uppsetningu.

Svo erum við að fara til Vínar í viku í mars-fríinu okkar :o) Hlakka líka til þess og að sjá hana Erlu Dóru mína! Laaaaaaaaangt síðan ég hef heyrt í henni!

Svo er ég að safna augnabrúnum. Ætla að breyta þeim aðeins. Það fyrsta sem Fanney sagði við mig þegar hún sá mig var " Þú þarft að plokka þig." Þannig maður lítur út eins og varúlfur í hamskiptum núna í nokkrar vikur en svo verður allt gott :o)

Snjóaði í byrjun vikunnar og lyftist brúnin á öllum íslendingunum í skólanum og við hættum alveg að kvarta í tvo daga. Svo fór snjórinn. Það var samt mjög hressandi að fá hann og góði snjórinn líka :oD

Annað held ég að hafi ekki gerst merkilegt.


Langt


Já langt síðan ég hef skrifað eitthvað hingað inn. Fyrir því eru tvær ástæður:

1. það er bara búið að vera bilað að gera. Hef aldrei lent í öðru eins! Og þá er nú mikið sagt!
2. Ég hef ákveðið að blogga bara á sunnudögum þar sem ég má ekki vera að því aðra daga. Þessir dagar munu einnig vera fastir dagar í því að vera í sambandi við fjölskyldu og vini á klakanum eða annars staðar í heiminum :o)

Margt búið að gerast síðan ég kom út aftur. Búin að fara í IKEA og koma herberginu mínu í stand. Kláraði það bara í dag þar sem ég er búin að vera að gera það svona í og með og á milli með skólanum. Set inn myndir fljótlega.

Svo var ég Stage Manager í útskriftarsýningu sem var sýnd núna um helgina þannig ég var í því alla vikuna á undan og hjálpaði til við að mála leikmyndina sem var mega flott. Þetta gekk bara allt vel.

Gerði merka uppgötvun í skólanum og er með þessu öllu saman búin að vera í bardaga við heilann minn. En það er nú bara hollt.

Náði líka þeim merka áfanga að næla mér í professional-dansara-meiðsli. Það lýsir sér í því að ein táin á mér reyndi að rífa sig lausa með þeim afleiðingum að húðin splittaðist bara opin undir henni. Það var vont og sárt og tók viku að gróa þannig löppin væri nothæf aftur.

Svo eru einhjólreiðarnar allar að koma til og ég var komin á ágætisskrið þegar ég datt svo fram fyrir mig og bjargaði mér með því að skella hendinni á dyrakarm. Því er ég búin að vera með risastóran bláan marblett í lófanum undir þumlinum.

Annars gengur allt bara miklu betur enn á fyrri önninni :o)

Ég finn ekki mikið fyrir þessu kuldakasti sem átti að vera hérna. Skil ekki alveg hvert þeir eru að fara með það! Það var miklu kaldara í október og þá snjóaði meira að segja! En það eru nokkrir dagar eftir af þessum mánuði. Sjáum til hvað gerist ;o)

Svo hitti ég Kolla bróður niðri í bæ í gær. Það var mjög næs að hitta fjölskyldumeðlim bara si svona hérna úti. Væri gaman ef þau kæmu út aftur og líka Fanney. Væri bara tær snilld!

Svo er Erna frænka að koma næstu helgi. Kom í ljós að hún þekkir líka Axel sem ég leigi með og hann var víst í Grandaskóla eins og ég. Gaman að þessu! En það verður þá djammað næstu helgi :o)

Svo er búið að opna Fögrubrú þannig núna er bara 8 mínútna labb í skólan og bara 3 mínútna labb til Baldvins :o)

Já lífið verður bara einfaldara og einfaldara :o)

Og eins og sagt er í Sims-landi:

Súl Súl


Jólin

Gleðileg Jól!!! 

 

jolaskuggar 

jolacosi 

jolagrisettur 


Heima 2


Og þá er ég komin á hitt heimilið mitt hérna á Íslandi. Þetta er samt meira svona heimilið mitt finnst mér og fjölskylda.

Ég sef á hárgreiðslustofu sem er í garðinum hjá okkur, er búin að vera að skera út laufabrauð í allan dag en það voru einhver 300 stk sem þurfti að skera út og var það gert á mettíma! Og svo hef ég borðað meiri síld, búin að borða líka slatta af hvítlauksostinum hans pabba (namminamminamm), búin að fá fullt af sætabrauði hjá ömmu og örugglega eitthvað fleira.

Hér er snjór og 12 stiga frost sem er þó mun viðráðanlegra en þegar það er 12 stiga hiti í London.

Lífið er ljúft!


Heima 1


Þá er maður komin á fyrsta Heim-staðinn sinn. Álfheimarnir. Jólalegt og 2 km löng sería í garðinum lýsir upp allt hverfið. Það er eitthvað annað en í Bretlandi þar sem þúsundasti hver maður er með seríu í gangi og undantekningalaust marglita blikkseríu!

Borðaði rúgbrauð og síld í morgunmat. Fékk mér líka rúgbrauð og síld í flugvélinni í gær. Er soldið fúl að nú sé matur ekki innifalinn en þetta var svo góður matur að mér var alveg sama!

Luma samt á nokkrum sögum frá London sem ég ætla að segja ykkur hérna frá.

Á fimmtudaginn síðasta var námskeið í Argentínskum tangó í skólanum. Það var stuð. Í pásunni kíktum við Baldvin út í tyrkjasjoppuna sem er næst skólanum (sem við förum stundum í) en þar var tyrkneskur gaur sem byrjaði bara strax að segja við mig "How much? How much?" Ég bara ignoraði hann eins og ég geri við fólk sem ég veit ekki hvernig á að höndla. Svo sá hann að ég var með Baldvini og þá fór hann að spyrja Baldvin að því. Baldvin var ekki alveg viss hvert maðurinn var að fara þar til hann fór að benda á mig og spyrja "How much?" baldvin sagði honum bara að ég væri ekki til sölu. Þá bauð maðurinn honum 2.000 pund fyrir mig. Baldvin sagði þá að ég væri minnst tveggja milljóna punda virði, en maðurinn bauð samt nokkrum sinnum í viðbót 2.000 pund í mig þar til Baldvin sagði að ég væri einfaldlega ekki til sölu.

Og hann var ekkert að grínast. Þetta er víst eitthvað sem tyrkir gera!

Svo er búið að vera mikið að gera og á nýja heimilinu mínu hef ég ekki mikið af hirslum undir föt, ekki einu sinni óhreinatauskörfu, þannig fötin eru soldið vel dreifð um herbergið. Fer þá ekki Unnar meðleigjandi minn og nær í risaskilti sem á stendur Pedestrians og ör til hliðar og setur hjá mestu fatahrúgunni. Pedesetrians þýðir gangandi vegfarendur. Hefði þurft að eiga þannig þegar ég var yngri. Þá bjuggum við systur til göngustíga inn á milli dótahrúganna okkar þegar við nenntum ekki að taka til en þurftums samt að geta gengið um herbergið.

Mamma alveg öskureið núna því bankar vilja ekki gefa út bankatékka. Það þarf svoleiðis til að sækja um háskóla úti, en það er Fanney systir einmitt að gera. Virðist vera að ég muni fara bara með allar umsóknirnar út og ná í bankatékka þar og klára þetta fyrir hana.

Svo var ég að fatta að ég gleymdi bæði nótunni fyrir skólagjöldunum og staðfestingu á námsárangri í skólanum úti en ég þarf að fara með það í LÍN.

Voðalega hefur maður verið að lúsa sér þarna seinustu dagana!

Maður verður þá bara að fiffa það þarna í byrjun janúar.

En núna ætla ég að fara að plana mig eitthvað.

Súlsúl


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband